Spurt og svarað
Er hægt að máta? Abyss er netverslun og við sendum pöntunina þína af stað samdægurs og þú getur mátað í rólegheitum heima hjá þér og skilað svo eða skipt ef eitthvað hentaði ekki, þú hefur þá 14 daga til að skila og færð endurgreitt um leið með sama hætti og þú borgaðir. Sendu okkur skilaboð á Facebook ef þú hefur einhverjar spurningar.
Mig vantar sundföt núna strax get ég komið og sótt? Abyss einungis á netinu, við erum ekki með neina móttöku né verslun og því er einungis í boði að fá sent. Ef þú þarft sundfötin samdægurs þá getur þú óskað eftir að sækja pakkann í Luggage box í miðbæ Reykjavíkur, þar er hægt að sækja allan sólarhringinn.
Er hægt að sækja utan opnunartíma pósthússins? Já, þú getur óskað eftir að fá pakkann sendan í Póstbox póstsins og sótt hvenær sem er dagsins.
https://www.postur.is/einstaklingar/postbox/
Er hægt að fá endurgreitt? Við gefum ekki út inneignarnótur heldur færðu endurgreitt á sama hátt og þú borgaðir að frádregnum sendingarkostnaði.
Hvenær fæ ég endurgreitt? Um leið og við höfum móttekið vöruna, við endurgreiðum samdægurs og færslan ætti að birtast á kortayfirliti eftir eftir nokkra virka daga.
Er hægt að skila ef varan passar ekki? Það er auðvelt og þægilegt að skila, fáðu sent frá okkur eyðublað sem þú fyllir út og sendu okkur svo vörurnar til baka. Varan þarf að vera í upprunarlegu ástandi, hreinlætislímmiði verður enn að vera í bikiníbuxunum. Merkimiðar þurfa að vera á toppum og buxum.
Er hægt að skipta? Sendu okkur til baka það sem passaði ekki eða hentaði ekki, þú færð þær flíkur endurgreiddar. Svo gerir þú nýja pöntun fyrir því sem þú vilt í staðinn.
Ef ég panta í dag hvenær fæ ég vöruna? Pantanir sem berast fyrir kl 16 á virkum dögum eru sendar af stað samdægurs en eftir kl 16 eru þær sendar af stað strax næsta dag. Pantanir sem berast eftir kl 16 á föstudögum eru sendar af stað strax á mánudegi. Sendingartími eru rúmlega 1-3 virkir dagar fyrir lúgusendingar og sendingar sóttar á pósthús.
Það eru komnir nokkrir dagar hvar er pakkinn? Ef pakkinn þinn var sendur í rekjanlegum pósti þá getur þú fundið það númer í tölvupósti sem þú fékkst frá okkur.
Ég fékk ekkert email um staðfestingu á kaupum hvað geri ég? Líklegt er að pöntunin þín hafi ekki farið í gegn eða að kortinu hafi verið synjað, endilega hafðu samband við okkur sem fyrst og við athugum málið.
Þarf ég að borga sendingarkostnað? Já, þú þarft að borga sendingarkostnað nema annað sé tekið fram í lýsingu vörunnar eða ef þú hefur afsláttarkóða sem gefur þér fría sendingu.
Ég veit ekki í hvaða stærð ég er og/eða ég átta mig ekki á stærðunum. Við erum með evrópskar stærðir, 32 XXS, 34 XS, 36 S, 38 M, 40 L, 42 XL, 44 XXL og við tökum það fram ef stærðirnar eru litlar, venjulegar eða stórar. Við mælum með að þú skoðir stærðarmiða í fötunum þínum til að átta þig á í hvaða stærð þú ert. Við getum einnig mælt fyrir þig sundfötin með málbandi. Sendu okkur skilaboð á Facebook ef þú hefur einhverjar spurningar við aðstoðum þig.
Ef þú ert milli stærða mælum við með að þú pantir báðar stæðir og skilir svo því sem passaði ekki.