Skilmálar og endurgreiðsla

Það er ekki víst að nýju sundfötin þín passi fullkomlega í fyrsta skiptið og því er öllum vörum hægt að skila, útsöluvörum og vörum á fullu verði. Varan þarf að vera í upprunarlegu ástandi, ónotuð, óþvegin.  Ekki er hægt að skila bikiníbuxum og sundbolum ef hreinlætislímmiða eða merkimiða vantar, heinlætislímmiði hefur verið færður eða tekinn af og settur aftur á, eða ef að bikiníbuxur hafa verið mátaðar án undirfata. Ef að flík sem er skilað er með kremum eða lykt verður hreinsunarkostnaður dreginn frá því sem er endurgreitt. Skilafrestur er 14 dagar nema annað sé tekið fram í lýsingu vörunnar og þá er varan endurgreidd á sama hátt og þú borgaðir að frádregnum sendingarkostnaði. Við gefum ekki út inneignarnótur vegna þess að það er betra fyrir þig að fá endurgreitt heldur en inneignarnótu. Ef að þú pantar á föstudags-laugardags- eða sunnudagskvöldi miðst skilafrestur við mánudaginn þar eftir. Pantanir eldri en þetta verða ekki endurgreiddar. Sendingarkostnaður fæst aldrei endurgreiddur.

Ef að þú þarft að skila þá sendir þú okkur til baka það sem þú vilt skila ásamt vörureikning sem sýnir hvenær varan var keypt og útfylltu eyðublaði um skil og þú færð vörurnar endurgreiddar. Til að skipta vöru, til dæmis ef þú þarft aðra stærð eða annað snið, þá sendir okkur til baka það sem þú vilt skipta ásamt útfylltu eyðublaði um skil og þú færð vörurnar sem þú skilaðir endurgreiddar, eftir það gerir þú nýja pöntun fyrir því sem þú vilt fá í staðinn á www.abyss.is. Við endurgreiðum þér um leið og við höfum móttekið pakkann frá þér, það tekur vanalega nokkra virka daga. Þú færð nýjan skilafrest á seinni pöntuninni og hefur þá aftur 14 dagar til að skila. Kaupandi þarf að greiða sendingarkostnað til okkar.

Engin ábyrgð er tekin á órekjanlegum sendingum sem eru ekki í ábyrgð þó skila þær sér í langflestum tilvikum. Enginn pakki hefur týnst frá árinu 2017. Ef Pósturinn týnir pakkanum bætir Abyss.is ekki tapið. Til að koma í veg fyrir þetta mælum við með að þú veljir rekjanlega sendingu sem send er í ábyrgð. Til að geta fengið pöntunina þína senda inn um bréfalúguna þá þarf bréfalúgan þín að vera að minnsta kosti 23*32*1 cm fyrir t.d. 1 stk af bikiníbuxum. Fyrir sundboli, fleiri en eitt stk af topp eða buxum eða stærri flíkur þarf bréfalúgan þín að vera 26*35*2 cm. Þú gætir þurft að sækja pakkann á pósthúsið ef bréfberinn getur ekki komið pakkanum inn um lúguna þína.

Kaupandi ber ábyrgð á að vera rétt skráður hjá Póstinum og með merkta bréfalúgu til að sendingar sendar í gegnum lúgu og sendingar sóttar á pósthús skili sér. 

Við mælum með að þú kynnir þér sendingarstefnu okkar: https://abyss.is/policies/shipping-policy