Hvernig á að versla sundföt á netinu? Kauptu sundföt SEM PASSA

Mátunarklefar 

Hvaða áhrif hafa mátunarklefar? Mátunarklefar geta verið of bjartir, með lélega spegla og skrítna birtu og þú lítur hrikalega út en þeir geta líka verið með of fullkomna birtu, lýsingu og spegla og þú lítur mun betur út þar en í dagsljósinu. 

Hvað er við þessu að gera? Mátaðu sundfötin heima hjá þér þar sem þú ert vön að spegla þig og í spegli sem þú horfir á daglega.

Verslaðu sundföt á veturna
Hvers vegna ættirðu að gera það? Eftir sumarið, á haustin og veturna eru sundföt á útsölu og oft er boðið upp á fría sendingu og afslætti.

Afsláttarkóðar
Þú vilt ekki borga meira en þú þarft (gerum við ráð fyrir), ef að þú veist ekki hvar afsláttarkóða er að finna, spurðu bara! Oftast eru afsláttarkóðar á forsíðunni á heimasíðum eða í emaili fyrir þá sem eru skráðir á póstlista.
 

 

Kauptu stakan topp eða stakar buxur
Það er enginn sem segir að þú þurfir að vera í setti af nákvæmlega sama sniði eða sama lit og fáir sem munu taka eftir því (fólk tekur frekar eftir hvað þú lítur frábærlega út frekar en að það séu breið bönd á toppnum en mjó bönd á buxunum) kauptu það sem þig langar í og það sem hentar þér.

Algeng vandamál 

Björgunarhringur - bikiníbuxur sem myndu henta þér eru high waist, mid waist eða cover, þú ættir að forðast bikiníbuxur með mjóum böndum (þó eru allir mismunandi og ekkert eitt gildir fyrir alla).



 

Stór brjóst og grannt mitti

Þú þarft bikinítopp sem er bundinn aftan á bakinu, það mun reynast þér mjög erfitt að finna topp sem er ekki stillanlegur þar sem að bandið utanum er víðara eftir því sem skálastærðirnar eru stærri. Til að útskýra þetta betur þá væri t.d. toppur í XL með þá stórum skálum, einnig með víðu bandi = passar ekki. Eins væri með topp í XS þá myndi bandið utanum passa en skálarnar væru of litlar.

Ef að toppurinn er með breiðu bandi undir brjóstunum (að því gefnu að þú sért þessi með granna mittið og stóru brjóstin) þá getum við nánast sagt þér að toppur með longline sniði er ekki að fara að passa á þig. Annaðhvort mun toppurinn passa utanum eða skálarnar munu passa, en ekki bæði.

Það er betra fyrir þig að velja þá topp í XL sem er bundinn aftan á bakinu
 
                Nei                                                                        Já
Mjög hávaxin eða mjög lágvaxin

Það gæti verið erfitt fyrir þig að finna sundbol sem er nógu langur eða nógu stuttur, ef þú vilt vera 100% viss um að sundfötin muni passa, kauptu þá bikinísett. Ef þú ert ekki alveg tilbúin enn til að vera í bikiníi skoðaðu þá high waist bikiníbuxur.

Þú vilt velja þér bikinítopp með stillanlegum hlýrum til að geta víkkað eða minnkað böndin eða þá topp sem er bundinn aftan við háls.

Ef þig langar í sundbol, verslaðu þá þar sem hægt er að skila, ekki verra ef þú færð endurgreitt.
Lítil brjóst

Lítil brjóst eru flott en sumar eru óöruggar með það. Gefðu sjálfri þér brjóstastækkun með push up toppum, munstrum eða flounce toppum.
Stórir rassar

Stórir rassar eru í tísku núna en það eru ekki allar sem vilja sýna það. Því efnismeiri sem bikiníbuxurnar eru yfir rassinn, því stærri virðist hann. Ef að þú vilt að rassinn sýnist minni veldu þér þá bikiníbuxur sem hylja ekki alveg yfir rassinn, svokallað moderate back coverage. 

 
Það sem virkar fyrir flestar

Bundinn toppur og bundnar bikiníbuxur!